139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

þingsköp Alþingis.

43. mál
[18:26]
Horfa

Flm. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Verði frumvarpið samþykkt er ljóst að þá fer í gang mikil umræða um það hve margir ráðherrar eigi að vera. Það er ekki í okkar hendi að ákveða hve margir þingmenn eru.

Það er alveg ljóst að ef ráðherrar þurfa ekki að gegna þingmennsku gætu þeir verið færri. Hvað ætli þeir gætu verið margir, ég ætla svo sem ekki að segja það, hvað eigum við að segja, fimm, sjö, eitthvað á því bilinu; sex, er það ekki meðaltalið af fimm og sjö? Hvað þingmenn eiga að vera margir, einhvern tíma fannst mér að þeir ættu að vera 41 til 49, svo hitti ég ágætan mann sem sagði: Ég er á því að þeir eigi að vera 50. Ég sagði: Ef við náum samkomulagi um það getum við staðið saman að því. Sá ágæti maður er þingmaður, ég vil nú ekkert nefna nafnið hans, en þá skulum við bara hafa þá 50.

Þetta er náttúrlega kannski léttúð að tala svona um þessa hluti en ég held að það megi fækka þingmönnum, ég er sannarlega á því. En ég er líka sannarlega á því að það þurfi að huga að því og það þarf að vera samfara því að landið verði eitt kjördæmi, sem við jafnaðarmenn stefnum að, og margir fleiri. Ég held ég hafi svo sem ekki fleiri orð um þetta.