139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

aðstoð við fátæka -- mál á dagskrá.

[11:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Frú forseti. Ég kem upp til að mótmæla því að hingað koma ráðherrar og stjórnarþingmenn upp og tala í umvöndunartón um að Alþingi eigi að vera að tala um það sem mestu skiptir, þ.e. þá sem eiga bágt úti í samfélaginu. Þetta er fólkið sem hefur það í hendi sér að gera eitthvað í þessum málum og hvað er það að gera? Hvar eru tillögurnar til að bæta hag þessa fólks? Hvar eru tillögur til að létta af lánum og skuldum heimilanna? Hvað er verið að gera í þeim efnum? Ég frábið mér að talað sé niður til annarra þingmanna um að þeir hafi skoðanaskipti meðan þeir sem hafa öll ráðin í hendi sér geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut eða hafa ekki vilja til þess.