139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

húsnæðismál.

100. mál
[14:13]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég kem upp til að ítreka það sem kannski kom ekki nógu vel fram í kynningu minni á frumvarpinu að verulegur hluti af þeim íbúðum sem eru í höndum Íbúðalánasjóðs eru íbúðir sem aldrei hefur verið búið í, sem voru byggðar af verktökum. Þeim var kannski lokið en voru ekki komnar í notkun eða þá að leigutakar hafa verið þar inni, einhverjir einstaklingar sem leigðu af verktökunum. Það er stór hluti af því sem þarna kemur á markaðinn. Ég vildi bara að það kæmi fram.

Að öðru leyti þekkjum við umræðuna um almennar leiðréttingar og stöðuna á þeirri vinnu í dag þar sem verið er að reikna út alla möguleika, þann möguleika líka að gera ekki neitt og við vonum að út úr því komi sem sagt upplýsingar sem menn geta þá unnið frekar með, þingmenn og stjórnvöld.