139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

Afbrigði um dagskrármál.

[11:35]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Hér var lagt fram skjal í gær, mjög ítarlegt og vandað, örugglega margt gott í því og annað sem ég er kannski minna sammála. Mér finnst ég ekki hafa haft tækifæri til að kynna mér það nógu vel, þetta eru vinnubrögð sem við sem erum í minni hluta gagnrýnum stjórnarflokkana fyrir, að leggja þingmál seint fram og þau eru tekin hérna inn með afbrigðum. Á sama tíma hefur legið fyrir þingsályktunartillaga frá Hreyfingunni, sem ég er 1. flutningsmaður að, um setningu neyðarlaga til varnar almannahag, hún er búin að liggja hér inni án þess að komast á dagskrá frá því henni var dreift, 20. október. Þetta get ég ekki samþykkt.