139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[11:38]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka forseta fyrir fundarstjórn og ábendinguna um það hvenær við eigum að óska eftir að fá að gera grein fyrir atkvæði okkar. Ég vil hins vegar fá að ræða fundarstjórnina, þ.e. að þetta mál skuli vera komið á dagskrá. Ég studdi það og styð það.

Ég vil hins vegar jafnframt fá að koma þeim óskum á framfæri við stjórn þingsins að mál Hreyfingarinnar fái sem allra fyrst að koma á dagskrá. Það er mjög mikilvægt að við ræðum hér um tillögur til að fást við efnahagsvanda heimila og fyrirtækja.

Við framsóknarmenn ræddum tillögur okkar í gær, Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ræða sínar í dag, Hreyfingin vonandi á mánudaginn og vonandi förum við svo að sjá eitthvað af tillögum frá ríkisstjórninni á næstu dögum. (Gripið fram í: … ræða þetta alla daga …)