139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[11:40]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Mér varð það á áðan að biðja of seint um að fá að gera grein fyrir atkvæði mínu og ætla ekki að misnota þetta tækifæri til að gera það, en vil lýsa yfir stuðningi við fundarstjórn forseta í þessu máli. Það er auðvitað þannig að menn eiga að láta þetta í ljós fyrir fram. Ég vil jafnframt hvetja forseta til að skýra betur út fyrir mönnum muninn á því annars vegar að gera grein fyrir atkvæði sínu og hins vegar að ræða um atkvæðagreiðsluna sem einnig hefur nokkuð þvælst saman hér í þróun þingstarfa.

Það er auðvitað þannig að umræða er umræða og greinargerð er greinargerð og við það skal staðið. Þá verður að hafa það þó að ég hafi ekki getað gert grein fyrir samstöðu minni með Margréti Tryggvadóttur og skilningi í því máli sem hún ræddi hér áðan og greiddi atkvæði í samræmi við það.