139. löggjafarþing — 22. fundur,  8. nóv. 2010.

HS Orka.

[15:14]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir þetta svar. Það er ákaflega jákvætt að heyra að hann sé þeirrar skoðunar prívat og persónulega, eins og hann orðaði það, að þetta sé ekki vænlegt til árangurs. Þá vona ég að við getum treyst því að hæstv. utanríkisráðherra tali fyrir því innan ríkisstjórnarinnar. Það er nefnilega rétt sem hæstv. utanríkisráðherra segir, það er ekki bara það að ríkissjóður er ekki alveg í stakk búinn til að fara þessar leiðir núna við þessar aðstæður og það er mín skoðun að þetta sé mjög óráðlegt. Ekki nóg með það, heldur gengur það gegn þeirri niðurstöðu sem ríkisstjórnin sjálf hefur í þrígang beðið nefnd um erlenda fjárfestingu að skoða, þ.e. að það er ólíklegt að þetta mundi standast lög.

Auðvitað getur hæstv. ríkisstjórn breytt lögum og því spyr ég hæstv. utanríkisráðherra: Telur ráðherrann líklegt að það yrði samþykkt í ríkisstjórn að taka HS Orku eignarnámi með þessum hætti?