139. löggjafarþing — 22. fundur,  8. nóv. 2010.

bygging nýs fangelsis.

[16:22]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil jafnframt þakka hæstv. dómsmála- og mannréttindaráðherra fyrir að leiðrétta orð sín, hann er maður að meiri. Af því tilefni vil ég ítreka tvær spurningar sem ég varpaði fram til ráðherra. Annars vegar finnst mér það merkilegt að í júní sl. skyldi dönsk arkitektastofa vera fengin til ráðgjafar fyrir 5 millj. kr. Ég hefði haldið að íslenskir arkitektar gætu það leikandi. Hins vegar með hvaða hætti er að þessu staðið, þ.e. að etja saman sveitarfélögum sem eiga síðan að bítast um verkið. Ég hefði talið eðlilegt að ríkisvaldið stæði fyrir hagkvæmnikönnuninni sem rætt hefur verið um. Ég vil ítreka þakkir mínar til ráðherrans fyrir að koma og leiðrétta orð sín.