139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

framtíð Reykjavíkurflugvallar og samgöngumiðstöð.

[13:59]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Við getum ekki gert annað en að horfa raunsætt á stöðuna eins og hún er uppi núna. Þá er staðreyndin sú að í Reykjavík eru við stjórn (Gripið fram í: Geimverur.) [Hlátur í þingsal.] — er borgarstjórn sem … Við förum ekki svo hátt upp í geiminn endilega, við erum að tala um flugið í næstu loftlögum, en stjórn Reykjavíkurborgar er á því að flugvöllurinn eigi að víkja. Síðan eru innan borgarmarkanna fjölmargir sem eru því andvígir. Ég er Reykvíkingur en er því andvígur. Ég sit í ríkisstjórn, er samgönguráðherra og er því andvígur og vil að flugvöllurinn verði til framtíðar. Þetta er bara staðan sem er uppi.

Ég get að sjálfsögðu engu lofað í þessu efni (Gripið fram í.) en það sem við eigum að gera er að horfa til þess sem er handfast. Það sem er ljóst er að flugvöllurinn verður hér a.m.k. til 2024. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Hann verður hér til 2024, það verður reist aðstaða fyrir farþega og fyrir starfsfólk sem verður viðunandi (Forseti hringir.) og er í góðri sátt við þá sem að þessum málum koma. Það fullyrði ég, hv. þingmaður.