139. löggjafarþing — 26. fundur,  16. nóv. 2010.

skuldavandi heimilanna.

[14:23]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Það stendur ekki á okkur að vilja ná yfirsýn yfir málið. Það var lagt fram frumvarp í vor sem þingið var ekki sátt við og afgreiddi ekki. Nú er lagt fram annað frumvarp, sem ég vona að hljóti náð fyrir augum þingsins, til þess að ná utan um heildstætt mat á heildarskuldastöðunni.

Það er auðvelt að taka tölur í allar áttir. Við þurfum hins vegar að forgangsraða, við þurfum að horfast í augu við það hvað er brýnasta verkefnið. Það hlýtur að vera húsnæðisskuldirnar. Við erum að horfa á þær núna og það er eðlilegt auðvitað að taka allar skuldir með í reikninginn. Við ræðum t.d. hér síðar í dag frumvarp til laga um breytingu á gengistryggðum lánum (Gripið fram í.) sem mun skila nærri 50 milljörðum kr. til heimilanna í landinu, ýmist með lækkun bílalána eða íbúðalána.