139. löggjafarþing — 27. fundur,  16. nóv. 2010.

fjármálafyrirtæki.

212. mál
[15:26]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherranum fyrir svörin. Ég skil mjög vel að talað sé um mikilvægi þess að allar þær umfangsmiklu aðgerðir sem slitastjórnir og skilanefndir hafa staðið í standi. En getur ákvæðið sem við munum samþykkja gilt aftur í tímann ef núna er komin upp ákveðin réttaróvissa varðandi það hvort lögin standist eins og þau eru núna, sérstaklega að því er mér skilst í 100. gr., að mig minnir, í lögum um fjármálafyrirtæki er talað um að greiðslustöðvun eigi að standa yfir í þrjá mánuði?