139. löggjafarþing — 27. fundur,  16. nóv. 2010.

skeldýrarækt.

201. mál
[15:54]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er sannarlega athyglisvert ef fallið hefur verið frá fyrirætlunum um að sameina iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í eitt atvinnuvegaráðuneyti.

Þetta mál kom fyrst fram á 138. þingi en varð ekki að lögum þá. Eftir sem áður hafa menn starfað að þessu eldi í landinu. Þó það fari vel á því að hafa lagaumgjörð um atvinnugrein af þessu tagi má líka spyrja að því hvort það sé ástæða til að gera við eitthvað ef ekkert er að því. Þess vegna vildi ég við 1. umr. inna hæstv. ráðherrann eftir því hvort komið hafi upp vandamál, sérstök vandkvæði eða meinbugir á lagaumgjörðinni sem við búum við, fyrir þess starfsemi. Hvort eitthvað sé í uppnámi í atvinnugreininni. Hvort það séu einhver stór og erfið viðfangsefni sem ráðuneytið hefur ekki leyst úr við núverandi lagaramma. Eða er knýjandi vandi til þess að ljúka málinu núna eða er þetta meira langtímahugsun um það hvað best mundi fara í lagarammanum?