139. löggjafarþing — 32. fundur,  22. nóv. 2010.

AGS og fjármögnun Íbúðalánasjóðs.

[15:22]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég sagði áðan að áætlun um eiginfjáraukningu í Íbúðalánasjóði væri í undirbúningi. Hún verður kynnt um leið og hún er tilbúin. Það getur vel verið að þar verði um einhverja áfanga að ræða. Það er hárrétt hjá hv. fyrirspyrjanda, það er í sjálfu sér ekki stórt áhyggjuefni vegna eignarhaldsins á Íbúðalánasjóði þó að eiginfjárhlutfall hans sé lægra eða lækki tímabundið, það er enginn voði á ferðum í þeim efnum. En til frambúðar er væntanlega hyggilegt að hafa þarna tiltekin skilgreind eiginfjármörk sem að okkar mati geta verið lægri en gildir um almennar fjármálastofnanir, eins og ég sagði hér áðan. Það er afstaða fjármálaráðuneytisins, hv. fyrirspyrjandi, frú forseti, að það þurfi bara að skilgreina einhver skynsamleg, hófleg eiginfjármörk í þessum efnum en það sé engin ástæða til að horfa endilega til eiginfjárhlutfalla banka eða sparisjóða. (VigH: Og svarið er?) Svarið er þetta.