139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.

[11:00]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég tek alfarið undir þær áherslur sem fram koma hjá hv. þingmanni, það eru mörg önnur byggðarlög sem hafa staðið og standa frammi fyrir viðlíka vanda. Ég hef sagt að við gætum þurft að grípa til lagasetningar, ég mun líklega gera tillögur til lagasetningar á þinginu til þess að víkka út og gefa bráðabirgðaheimildir til þess að mæta þessum vanda. Og þó svo að endanlega frumvarpinu um breytingar á stjórn fiskveiða ljúki ekki fyrr en fljótlega eftir áramótin, vonandi, á það eftir að fara í umfjöllun og mun sem slíkt ekki geta komið til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi frá og með næsta fiskveiðiári, 1. september á næsta ári, a.m.k. í öllum meginatriðum. En innan þess tíma (Forseti hringir.) tel ég vel líklegt að ég muni leggja það til að við förum í aðrar breytingar til að koma til móts við þau sjónarmið sem hv. þingmaður vakti athygli á.