139. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[14:50]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Breytingartillagan felur það í sér að verið er að draga úr greiðslu atvinnuleysistrygginga um 2,2 milljarða. Þegar tryggingagjaldið á atvinnuvegina í landinu var hækkað þá sögðu Samtök atvinnulífsins strax að þau mundu taka þessa hækkun vegna þess að þau mundu hvort sem er þurfa að borga hana. Ég tel þess vegna mikilvægt og mjög eðlilegt í ljósi sögunnar að þetta gangi til baka og hækkuninni verði skilað vegna þess að verið er að oftaka af atvinnulífinu og sveitarfélögum í landinu með þessum tryggingagjaldsálögum. Það væri vel athugandi og nauðsynlegt að lækka álagið á tryggingagjaldinu þannig að ekki væri verið að oftaka það og láta síðan renna í ríkissjóð.