139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þm. Skúla Helgasyni og fagna því jafnframt að ekki verður hafinn mikill niðurskurður gagnvart Alþingi eins og til stóð. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur mjög skýrt fram hve mikilvægt eftirlitshlutverk þingsins er og að það hafi í raun og veru brugðist. Það er t.d. mjög slæmt að hafa ekki aðgengi að starfsmönnum á nefndasviði í eftirvinnu út af niðurskurði o.s.frv., sér í lagi fyrir minni hlutann. Ég fagna því að fjárlaganefnd hafi staðið með þinginu og jafnframt tek ég sérstaklega undir orð hv. þm. Skúla Helgasonar um kvikmyndagerðina.