139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:42]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þau orð sem hér hafa fallið um mikilvægi þess að Alþingi Íslendinga styðji vel við bakið á stjórnlagaþinginu. Ég vil líka benda á að frá 1944 hefur Alþingi Íslendinga ítrekað reynt að endurbæta stjórnarskrána. Nánast um leið og búið var að greiða atkvæði um stjórnarskrána lá fyrir að það þyrfti að endurskoða hana. Það hefur hins vegar gengið mjög erfiðlega að koma raunverulegum grundvallarbreytingum í gegnum þingið og verða þeir stjórnmálaflokkar sem eiga hlut að því að taka það til sín. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (VigH: Ekki vandamál.) (Gripið fram í.)

Kannski stoppar maður þess vegna eilítið við það þegar athugasemdir koma um þennan kostnað. Ef menn hefðu verið viljugri til að taka undir tillögur annarra stjórnmálaflokka hefðum við kannski geta sparað okkur þennan kostnað. [Hlátur í þingsal.]