139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:54]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er ánægjulegt að náttúrustofurnar skuli hafa farið heldur betur út úr þessum niðurskurði en á horfðist í fyrstu. Þær gegna miklu og merku hlutverki í héraði.

Þá er rétt að rifja upp að það er ekki ríkið sem rekur náttúrustofurnar heldur eru þær reknar sameiginlega af héraðinu og ríkisvaldinu. Er ekkert nema gott um það að segja, ef við hefðum meira fé ættum við að láta það renna í þennan farveg, nema það að enn einu sinni verður ein náttúrustofan út undan, nefnilega Náttúrufræðistofa Kópavogs sem vinnur mjög merkt starf á suðvesturhorninu og við Þingvallavatn. Við getum öll í miðjum þessum fögnuði tekið höndum saman um að það verði ekki áfram svo á næstu árum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)