139. löggjafarþing — 47. fundur,  14. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[15:34]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kom fram í svari þingmannsins að hann hefur ekkert við RAI-matið að athuga og það er ágætt. Það sem kom hins vegar líka fram í svari hans var að hann benti á að RAI-matið hefði ekki verið notað á heilbrigðisstofnunum hjá ríkinu og það er alveg rétt, það er ekki notað til grundvallar þar. Það er notað til grundvallar á hjúkrunarheimilum. Mælitæki til að þróa kostnaðargreiningu fyrir aldraða einstaklinga sem dveljast langdvölum á heilbrigðisstofnunum eða sjúkrahúsum er enn þá í þróun og hefur ekki enn fengið viðurkenningu sem kostnaðargreiningartæki.