139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:37]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um tillögur okkar framsóknarmanna um að ekki verði fallið frá hugmyndum um að persónuafsláttur fylgi ekki verðlagi og að hann verði hækkaður um 3 þús. kr. Ástæðan fyrir því að þetta birtist á þessum lið er sú að þetta mun þýða útgjöld fyrir ríkissjóð en þarna blandast líka inn í tillögur okkar um aflaaukningu um 25–30 þús. tonn.