139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

úrvinnslugjald.

185. mál
[11:07]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom hjá hv. síðasta ræðumanni er um að ræða verulega brattar hækkanir á einstökum gjaldflokkum í úrvinnslugjaldi. Við sem höfum komið að þessu máli í umhverfisnefnd gerum okkur grein fyrir því að það er verulegur uppsafnaður halli á einstökum flokkum innan sjóðsins. Þarna er vandi sem einhvern veginn þarf að leysa en hins vegar eru þær hækkanir sem eru lagðar til á þeim tímum sem við lifum ansi brattar, sérstaklega í ljósi þess að önnur gjöld hvarvetna eru að hækka líka. Þess vegna treystum við okkur ekki til að styðja þetta mál, en vísum til þess að þarna er um að ræða gjaldtöku sem þarf augljóslega með einhverjum hætti að endurskoða þannig að ekki komi til sjóðshalla með þeim hætti sem nú er fyrirsjáanlegur.