139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skipting ríkisútgjalda milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.

396. mál
[10:06]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég hef miklar efasemdir um að verja skattfé til að gera þessa skýrslu. Ég hef efasemdir um rannsóknaraðferðina og um rannsóknarefnið. Hér er talað um landsbyggð og hún er tekin í einu lagi, bæði Akureyri og Trékyllisvík, og hér á að huga að fjárveitingum, að útgjöldum en ekki tekjum. Það á ekki að taka skattinn inn í dæmið sem borgaður er á hinni svokölluðu landsbyggð og hinni svokölluðu höfuðborg.

Ég get ekki stutt þessa skýrslubeiðni en ég er í góðu skapi í dag og hef ákveðið að greiða fyrir þingstörfum með því að leggjast ekki gegn henni.