139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[10:29]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég tel að í ljósi þess að það styttist sífellt til jóla ættum við að senda mjög skýr skilaboð til samfélagsins og þeirra samtaka sem styðja við þá sem eiga hvað erfiðast núna, með því að samþykkja tillögu um skattfrádrátt tengdan gjöfum. Hún er svohljóðandi, með leyfi forseta:

„Einstakar gjafir til menningarmála, vísindalegra rannsóknastarfa, viðurkenndrar líknarstarfsemi og kirkjufélaga, enda sé gjöfin ekki undir 50.000 kr. Fjármálaráðherra ákveður með reglugerð hvaða málaflokkar og stofnanir falli undir þennan tölulið og hvernig skal standa að skráningu þeirra.“

Það er sem sagt þannig að þeir sem hafa áhuga á því að gefa gjöf til þessara samtaka, hærri upphæð en 50.000 kr., geta fengið skattfrádrátt og við styðjum þannig við gjafir.