139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[11:38]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er alveg hroðaleg lausn á máli sem hefði verið hægt að leysa miklu einfaldar. Hið endalausa daður ríkisstjórnar og þingmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna við fjármálaöflin í landinu er algerlega óskiljanlegt. Við munum reyna að bæta um betur með breytingartillögu við frumvarpið, þar sem ást manna á verðtryggingunni er með slíkum eindæmum munum við leggja til að sett verði þak á vexti á verðtryggðum lánum, en það er í samræmi við frumvarp sem þrír þingmenn Vinstri grænna fluttu fyrir tveimur árum. Þeir þrír þingmenn eru nú ráðherrar í þessari ríkisstjórn og það er spurning hvort þeim snýst hugur um 180° við það eitt að fá völd eða hvort þeir ætla að vera trúir og sannir sannfæringu sinni og styðja þá breytingartillögu sem hér. Það voru hv. þingmenn, nú hæstv. ráðherrar, Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Katrín Jakobsdóttir. Það verður áhugavert að sjá hvernig þau og félagar þeirra í Vinstri grænum munu greiða atkvæði um breytingartillöguna. Munu þau halda í völdin eða munu þau halda í sannfæringu sína?