139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

kjarasamningar opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

301. mál
[11:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við sjálfstæðismenn gerðum breytingartillögu við 1. gr. sem verður dregin til baka til 3. umr. Hér er rætt um að þeir starfsmenn sem vinna við þjónustu við fatlaða megi greiða til tveggja stéttarfélaga, annaðhvort til SFR eða til stéttarfélags viðkomandi sveitarfélags, en þeir verða að greiða til annars hvors samkvæmt lögum. Þeir geta ekki valið sér stéttarfélag. Það er í rauninni mannréttindabrot en tengist samt flutningi málefna fatlaðra. Ég sit því hjá við þessa breytingartillögu.