139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

atvinnuleysistryggingar og málefni aldraðra.

339. mál
[12:12]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn munum styðja þær breytingartillögur sem við teljum vera til góða, þ.e. sem snerta veikindarétt atvinnulauss fólks. Jafnframt munum við styðja framlengingu frá þremur í fjögur ár. En við teljum vanhugsað að hækka mörkin varðandi hlutabæturnar úr 20% í 30%. Við munum sitja hjá í þeim lið og þar með við frumvarpið í heild.