139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

Evrópska efnahagssvæðið.

61. mál
[12:33]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Málið var tekið úr nefnd með fyrirvara um samþykkt þess og ætla ég að gera lítillega grein fyrir því. Málið fjallar um greiðslur í Þróunarsjóð EFTA en allt frá gildistöku EES-samningsins hafa EES-ríkin innan EFTA, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að inna af hendi tilteknar greiðslur til að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi. Þetta eru gríðarlega miklir fjármunir, innan þessa samnings eru 5,3 milljarðar sem ég tel að hægt hefði verið að nota innan lands í mörg þörf verkefni í stað þess að skera niður í velferðarkerfinu.

Það hangir hins vegar tollfrelsi varðandi viðskipti með sjávarafurðir við þennan samning sem ég tel mjög mikilvægt og því ætla ég að samþykkja frumvarpið.