139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

Evrópska efnahagssvæðið.

61. mál
[12:42]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um 3. gr. frumvarpsins og þar liggur samningurinn allur undir um EES-fjármagnskerfið frá 2009–2014. Ég hef farið yfir það í megindráttum að ástæða þess að þetta er lagt fram og gert að lögum er að þarna liggja sjávarútvegshagsmunir undir. Ég get alveg tekið undir þau rök. En ég ítreka að þarna er verið að fórna miklu fé sem betur mætti nota innan lands, t.d. til hjálpar fátækum fjölskyldum.

Þetta eru áherslur ríkisstjórnarinnar. Það hangir saman við aðlögunarferli Evrópusambandsins því að það stendur í þessu frumvarpi að þetta hafi verið það sem Evrópusambandið gat sætt sig við, að Ísland skyldi hafa þessar greiðslur lögbundnar. Ég er hrygg yfir því.