139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[14:02]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú liggur fyrir að við erum að fara í 3. atkvæðagreiðslu með virðisaukaskattsfrumvarpið sem inniheldur skattundanþágur handa gagnaverum til að gera þau samkeppnishæf við sambærileg gagnaver annars staðar í Evrópu. Þetta mál á að verða okkur mjög til framdráttar hvað varðar atvinnuuppbyggingu í landinu og þrátt fyrir andstöðu sumra stjórnarþingmanna (Forseti hringir.) hefur okkur tekist að koma því í gegn, sem betur fer. Til hamingju.