139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

kjarasamningar opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

301. mál
[14:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í árdaga stéttarfélagsbaráttu, upp úr 1900, stofnuðu fátækir verkamenn stéttarfélög til að berjast fyrir kjörum sínum. Þeir mynduðu samtök og þau samtök trénuðu hægt og rólega og heita núna BSRB og ASÍ. Árið 1976 var ákveðið að gera aðild að stéttarfélögum opinberra starfsmanna að lögum, taka upp aðildarskyldu. Það var ekki lengur um það að ræða að menn gætu valið sér stéttarfélag eða stofnað stéttarfélag.

Nú er sú staða, frú forseti, að þetta staðnaða kerfi er búið að senda fulltrúa sinn inn í ríkisstjórn og þar er samstaða um þetta kerfi, enda sjáum við það á atkvæðagreiðslunni. Þetta er mannréttindabrot og brýtur þrjú ákvæði stjórnarskrárinnar. Opinberir starfsmenn geta ekki (Forseti hringir.) stofnað stéttarfélag í dag til að berjast um kjör sín. (Dómsmrh.: Fulltrúi … hefur lokið máli sínu.)