139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

atvinnuleysistryggingar og málefni aldraðra.

339. mál
[14:27]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta mál fjallar um það að lengja möguleika fólks á að vera á atvinnuleysisbótum úr þremur árum í fjögur ár. Við greiðum atkvæði með því, erum hlynnt því af illri nauðsyn af því að við hugsum um þá einstaklinga sem hafa lent í því að fá ekki atvinnu vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið sig í því að skaffa atvinnu eða skapa þær forsendur að störfum fjölgi.

Hins vegar er líka verið að tala um að minnka möguleika á því að fara í hlutaatvinnuleysi úr 20%, menn þurfa að vera 30% atvinnulausir núna. Þarna er verið að skemma þetta fína kerfi nákvæmlega eins og menn eru búnir að skemma Fæðingarorlofssjóð að miklu leyti. Ég er á móti því en með hinu þannig að ég sit hjá.