139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

svar við fyrirspurn.

[15:42]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli virðulegs forseta á því að svar var að berast við fyrirspurn minni um einkavæðingu á fyrirtækjum undir hatti Vestia. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi ágætra orða hæstv. forsætisráðherra sem sagði hér að það væri afskaplega mikilvægt, svo ég vitni beint í hæstv. forsætisráðherra, að ferlið þegar það var selt úr Landsbankanum yfir í Framtakssjóð væri opið og gagnsætt.

Virðulegi forseti. Ég spurðist einfaldlega fyrir um verðið á þessum einkavæddu fyrirtækjum. Hæstv. fjármálaráðherra var að svara mér fyrirspurn sem kom til hans 3. desember. Í stuttu máli er svarið svona: Þingheimi kemur þetta ekki við.

Ég hvet virðulegan forseta til að kynna sér þetta mál.