139. löggjafarþing — 59. fundur,  17. jan. 2011.

samkeppnislög.

131. mál
[19:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála því að það á að semja lögin þannig að þau séu fólkinu, borgurunum til hagsbóta. Ég tel einmitt að þessi lög séu af þeim toga. Ég endurtek bara það sem ég sagði áðan um íslenska málvenju, þ.e. að tala um skrifuð og óskrifuð lög og finnst eiginlega svolítið út í hött að menn velti sér mikið upp úr því.

Ég vona að þessi lög nái fljótt fram að ganga og ég hef þá trú að þeir sem reka fyrirtæki hér á landi óttist þau ekki neitt.