139. löggjafarþing — 61. fundur,  19. jan. 2011.

afskipti af máli nímenninganna.

[14:32]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Hér hefur komið ábending og ósk frá einum hv. þingmanni um að forseti Alþingis skipti sér af málflutningi gagnvart þeim sem réðust inn í Alþingi á sínum tíma. (Gripið fram í: Þeir réðust ekki inn í Alþingi. Horfðu á myndbandið.) Ég ætla ekki að spyrja forseta hvernig hann bregðist við því. Ég vil spyrja forseta hvort hann hafi gert einhverja athugasemd eða lagt fram fyrirspurn um Kastljóssþátt í síðustu viku sem endaði á því að þar var kynnt að ákveðin söngkona, íslensk, og dætur hennar mundu ljúka Kastljósinu á því að flytja söng til styrktar níumenningunum. Það er sérkennilegt að Ríkisútvarpið blandi sér þannig í málflutning (Forseti hringir.) fyrir dómstólum …

(Forseti (ÁRJ): Fundarstjórn forseta.)

… og ég vil spyrja forseta um þetta.