139. löggjafarþing — 61. fundur,  19. jan. 2011.

samkeppnislög.

131. mál
[14:35]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með þessari lagasetningu erum við að gefa Samkeppniseftirlitinu heimild til að skipta upp markaðsráðandi fyrirtækjum. Hagsmunir neytenda liggja þar til grundvallar. Ef það er hagkvæmara að skipta ekki upp fyrirtækjunum vegna þess að fyrirtækin geti látið stærðarhagkvæmni nýtast neytendum hefur eftirlitið ekki heimild til þess. Hins vegar getur eftirlitið núna gripið inn í og skipt upp fyrirtækjum ef þau misnota hina markaðsráðandi stöðu. Þannig liggja hagsmunir neytenda ætíð til grundvallar. Það hefur hins vegar verið ljóst á vettvangi viðskiptanefndar hvaða stjórnmálaflokkar standa með neytendum og hvaða stjórnmálaflokkar standa með stóru fyrirtækjunum í þessu landi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)