139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

fjöleignarhús.

377. mál
[15:49]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Mér sýnist að þetta sé mál sem er hægt að leysa. En eins og ég nefndi áðan, að beinlínis ætlast til þess í lagatexta að einhver taki lyf áður en hann leitar úrræða vegna svona mála, það finnst mér svolítið langsótt. Ég geri ráð fyrir að málið komi fyrir hv. heilbrigðisnefnd og við munum þá geta lagfært lagatextann hvað þetta varðar eða a.m.k. skrifað það vel inn í nefndarálit að ekki valdi misskilningi.