139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

kröfur LÍN um ábyrgðarmenn.

[14:30]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég hef kannski ekki miklu öðru við það að bæta en að ég held að það sé rétt hjá hv. þingmanni að það er full ástæða til að vera mjög vel á verði fyrir því að kerfið innbyrðis vinni saman. Vissulega erum við í ástandi sem við höfum ekki þekkt áður, allt frá árinu 2008, og það á ekki bara við um lánasjóðinn heldur ýmsar aðrar stofnanir sem hið opinbera rekur þannig að ég held að við þurfum öll að vera á verði gagnvart því að reyna að láta kerfið vinna saman þannig að úrræðin virki ekki hvert á móti öðru. Ég get tekið undir það. Hins vegar getum við alltaf átt von á því að eitthvert svona misræmi dúkki upp og þá er það okkar að reyna að lagfæra það.