139. löggjafarþing — 63. fundur,  25. jan. 2011.

úrskurður Hæstaréttar um framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings.

[15:11]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vildi taka undir tillögu hv. þm. Ólafar Nordal um að hér verði efnt til umræðu um þetta og hæstv. forsætisráðherra kölluð til til þess að ræða þá frétt sem var rétt að berast. Eins og hv. Ólöf Nordal rakti var í aðdraganda þessa máls bent á ýmsa annmarka varðandi þá lagasetningu sem Alþingi gekk á endanum frá og er auðvitað nauðsynlegt að ræða það. Manni sýnist það sem ýmsir vöruðu við vera að koma í ljós, að jafnvel í þessu máli, þessu sérstaka áhugamáli ríkisstjórnarinnar og ekki síst hæstv. forsætisráðherra, hafi mönnum verið svo mislagðar hendur við framkvæmdina og (Forseti hringir.) klaufaskapurinn svo mikill að útkoman er sú sögulega niðurstaða að Hæstiréttur telur kosninguna ekki gilda.