139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

dómstólar.

246. mál
[16:04]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um breytingar og fjölgun hæstaréttardómara og héraðsdómara. Ég vil vekja athygli á því að þau lög sem voru sett í fyrra um breytingar á aðferð við skipun dómara ganga ekki nógu langt. Við þurfum að hafa í huga, sérstaklega þegar mjög umdeildur nýfallinn úrskurður Hæstaréttar um stjórnlagaþingskosninguna er hafður til hliðsjónar, að það er enn þá einfaldur pólitískur meiri hluti á Alþingi sem þarf að samþykkja ákvörðun dómsmálaráðherra um skipan dómara ef hún verður umdeild. Þetta er staða sem við eigum ekki að vera í með skipan hæstaréttardómara. Skipan hæstaréttardómara og héraðsdómara á Íslandi á að vera óumdeild og hún verður það ekki með þessum lögum.