139. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2011.

þyrlur Landhelgisgæslunnar.

[15:28]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Ég fagna svari frá hæstv. innanríkisráðherra um þennan fund sem var í morgun og að leitað sé lausna til að þriðja þyrlan komi hingað og verði þá til taks strax 1. apríl nk. þegar TF Líf fer í skoðun. Ég trúi því og treysti að þetta muni ganga eftir.

En í seinni spurningu minni vil ég spyrja hæstv. innanríkisráðherra út í það útboð sem átti sér stað síðasta haust þar sem tvö tilboð bárust. Hafa þau tilboð runnið út? Eru þær þyrlur sem þar voru boðnar ekki lengur til taks?

Hvað varðar svar hæstv. innanríkisráðherra vil ég trúa því og treysta, virðulegi forseti, að innan Alþingis sé mjög víðtæk sátt og samstaða um að þriðju þyrlunnar verði leitað en tíminn sem við höfum er aðeins til 1. apríl nk.