139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[17:12]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við misskiljum hvorn annan á víxl því að ég var einmitt að vísa í þingsályktunartillöguna sem hér er til umræðu. Í greinargerð með henni segir að kostnaður sé a.m.k. 7 milljarðar og ég sagðist ekki kannast við það en það var það sem hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir sagði í ræðu sinni. Af því tilefni fór ég að rekja það sem segir í nefndaráliti meiri hluta utanríkismálanefndar frá 2009. Ég held að við séum með sama skilning á málinu núna eftir að hafa leiðrétt hvorn annan í bak og fyrir.