139. löggjafarþing — 76. fundur,  22. feb. 2011.

samkeppnislög.

131. mál
[15:56]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Andsvar hv. þingmanns breytti í raun og veru engu um þá stöðu sem ég lýsti áðan. Ef það er mat viðkomandi, hvort sem er lögmanna úti í bæ eða þingmannsins, að stór hluti íslenskra fyrirtækja þurfi að óttast þessa löggjöf er viðkomandi um leið að segja: Þau eru í dag í einokunaraðstöðu á kostnað virkrar samkeppni og á kostnað neytenda í landinu. Fram hjá því verður ekki komist. Því er framlagning þessa nefndarálits og þær röksemdafærslur sem koma fram í því vatn á myllu þeirra sem vilja berjast fyrir því að þetta frumvarp nái fram og verði að lögum.