139. löggjafarþing — 76. fundur,  22. feb. 2011.

samkeppnislög.

131. mál
[16:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni fyrir yfirgripsmikla ræðu. Hann kom víða við og sagði að þetta frumvarp væri dæmi um að ríkisstjórnin væri ekki sérstaklega vinveitt atvinnulífinu. Það má svo sem sjá það í nýlegum breytingum á skattalögum og mörgum öðrum atriðum sem hafa leitt til þess að hér er stöðnun og minnsta fjárfesting sem um getur. Það kemur fram í atvinnuleysi og getur hugsanlega orðið til þess að stöðnunin verði alger.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann einnar einfaldrar spurningar af því að það kom ekki fram. Telur hann að hæstv. ríkisstjórn sé andsnúin íslensku atvinnulífi?