139. löggjafarþing — 82. fundur,  28. feb. 2011.

kynning vegna þjóðaratkvæðagreiðslu.

[15:22]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil ekki gera lítið úr þeim áhyggjum hv. þingmanns um að upplýsingar verði ekki framreiddar á markvissan hátt um staðreyndir málsins. Við munum að sjálfsögðu íhuga það hvernig við getum gert það sem best. Að hluta til er hægt að gera það með því að tryggja að Ríkisútvarpið — sem er enn þá ríkisútvarp, þó að það hafi verið hlutafélagavætt á sínum tíma er það nú stofnun okkar allra — verði vettvangur fyrir óhlutdræga umræðu þar sem sjónarmiðin komist að. Ég ítreka það sem ég sagði áðan að við höfum ekki endanlega tekið afstöðu til þessa, hvort farið verði umfram lagaskyldu í því efni sem sent verður frá innanríkisráðuneytinu, það er enn til skoðunar. (Forseti hringir.) En þetta er mjög vandmeðfarið mál.