139. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[18:12]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og spurninguna.

Varðandi hvort forstöðumaður hinnar nýju stofnunar geti verið einhver annar en landlæknir er í sjálfu sér alveg hægt að ímynda sér það. Þá er ég alls ekki að leggja til að embætti landlæknis sem slíkt verði lagt niður eða mæla með því en tæknilega væri það alveg hægt. Hins vegar held ég að á þessum tímapunkti sé skynsamlegast að fara þá leið sem um er rætt. Það er eðlislægt minni breyting, skulum við segja, en ella hefði verið í sameiningunni. En ég tek undir með hv. þm. Siv Friðleifsdóttur og hv. formanni nefndarinnar um að það væri þá eitt af þeim atriðum sem við mundum endurskoða eftir þrjú ár þegar við metum árangurinn af sameiningunni. En tæknilega séð sé ég því ekkert til fyrirstöðu að það sé hægt.