139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[18:03]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það liggi ekki fyrir að starfsreglur verði öðruvísi. Það er reyndar getið um það í tillögunni, ef ég man rétt, að starfsreglurnar verði settar af stjórnlagaráði sjálfu en ekki af forseta Alþingis eða forsætisnefnd Alþingis eins og gert var ráð fyrir í stjórnlagaþingslögunum. Ég hygg að þetta sé rétt. Að öðru leyti sýnist mér að nafnið hafi breyst, mér sýnist að skipunin hafi breyst. Ég sé ekki betur en að öðru leyti sé gert ráð fyrir því, eins og ég sagði áðan í samtali við hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur, að sama fólkið sé fengið til sama verkefnis á álíka löngum tíma og að umgjörð starfsins að öðru leyti eigi að vera sú hin sama. Í mínum huga er þetta fyrst og fremst nafnbreyting en hin efnislega breyting er engin (Forseti hringir.) eða svo til engin.