139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

557. mál
[19:53]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, þetta eru lagatæknilegar leiðréttingar. Ég get alveg tekið undir gagnrýni þingmannsins á að sú staða sé uppi að við séum að laga til lagasetningu sem er ekki eldri en þessi lög eru. Ég held að Alþingi þurfi að skoða þau mál nánar. Frá því ég settist á þing árið 2007 hefur þetta komið of oft fyrir. Ég minnist þess að minnsta kosti í eitt skipti að hafa reynt að hægja á löggjöf sem ég taldi brot á stjórnarskránni sem tókst ekki, en síðan fór sú leiðrétting fram. En það er ágætisábending sem hv. þm. Pétur H. Blöndal setti fram og ég tek undir hana.