139. löggjafarþing — 94. fundur,  16. mars 2011.

einkaleyfi.

303. mál
[17:50]
Horfa

Frsm. viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti viðskiptanefndar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkaleyfi. Tilgangur frumvarpsins er sá að heimild ráðherra til að ákveða gjöld sem taka mið af kostnaði við rekstur Einkaleyfastofunnar vegna einkaleyfamálefna og þeirrar þjónustu sem veitt er verði gerð skýrari og færð betur til samræmis við þær kröfur sem eru gerðar til innheimtu þjónustugjalda.

Viðskiptanefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.