139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[11:35]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við göngum til atkvæðagreiðslu um að sameina tvær stjórnsýslustofnanir í eina. Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að stjórnsýslustofnanir séu sameinaðar og hefði kosið að gengið væri lengra. Ég hef hins vegar átalið það vinnulag og vinnuferli sem er í ýmsum þáttum frumvarpsins og mun því sitja hjá við atkvæðagreiðslu í öllum greinum nema þeim sem minni hluti heilbrigðisnefndar lagði fram um 10. gr., þ.e. að Alþingi leggi ekki til við ný lög að við breytum gildandi lögum eða virðum þau ekki. Trúnaðarmenn frá þremur stéttarfélögum hjá landlæknisembættinu hafa sent heilbrigðisnefnd bréf með óskum um að Alþingi taki undir með minni hluta nefndarinnar um breytingar á 10. gr. Ég skora á þingheim að taka undir varðandi þær breytingar og að virða óskir trúnaðarmanna þriggja starfsfélaga við landlæknisembættið.