139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

tilhögun þingfundar og tilkynning um dagskrá.

[14:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að atkvæðagreiðslur verða um kl. hálfþrjú í dag, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma. Að atkvæðagreiðslum loknum fer fram utandagskrárumræða um framtíð sparisjóðanna. Málshefjandi er hv. þm. Einar K. Guðfinnsson og til andsvara verður hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra Árni Páll Árnason.